Um félagið

Forsíða / Um félagið
BACKGROUND: /media/7/grunnur-05-02.png

Fróðleikur

MBS er félag iðnmeistara á Suðurnesjum.
Heimilisfang er Hólmgarður 1c
sími 896-6691
netfangið er: mb@mb.is

Heimasíða félagsins er www.mb.is.
Kennitala er 420173-0329

Reikningsnúmer vegna ársgjalda er:
542 14 100834
kt 420 173 0329

Félagið leitar til allra fagmeistara. Við viljum eiga skrá yfir sem flesta til að miðla iðn fræðslu, nýjungum hverskonar og láta vita um ýmsar uppákomur svo sem fræðslufundi skipulagðar skoðunarferðir, koma upp myndasafni um sögu byggingariðnaðarins á okkar svæði, skrá heimildir og heiðra minningu látinna félagsmanna. Minna á uppákomur og viðburði, afmæli og fleira er okkur tengist.

Framtíðin

Ný heimasíða býður upp á mjög marga kosti fyrir okkur til að koma á framfæri því sem okkur og fyrirtækjum okkar tengist og mun hún tengjast væntanlegri heimasíðu Meistarasambandsins sem verður vel auglýst og lögð áhersla á fagréttindin. Þá geta félagsmenn tengt heimasíður sinna fyrirtækja við nöfn sín. MBS hefur látið gera límiða sem er til að merkja bifr./ fyrirtæki og leggja áherslu á að þarna sé á ferðinni löggiltur fagmeistari þar sem einnig má sjá slóð heimasíðunnar www.mb.

Aðstaðan

MBS á gott húsnæði með góðum fundarsal, skrifstofu, eldhúsi og tilheyrandi. Til hægri má sjá hinn glæsilega félagsfána MBS sem nunnurnar í Hafnarfirði saumuðu.

Aðild

MBS var einnig aðili að Meistarasambandinu (MB) en MB var lagt niður þegar að flest aðildarfélög gengu í Samtök Iðnaðarins, en Félag Pípulagningameistara er ekki aðilar innan SI.
MBS gekk til liðs við SI á árinu 2013 og er aðili að Meistaradeild innan Samtaka Iðnaðarinns sjá si.is.

Þeir sem eru ekki í föstum rekstri en vilja vera með okkur geta greitt hálft iðgjald.
Núverandi iðgjald er aðeins 50.000 frá og með 2018.

Stjórn

Fyrsta stórnin hjá MBS var skipuð eftirtöldum:
Jón B Kristinsson formaður, Sigurður Guðjónsson ritari, Ólafur Erlingsson varaformaður, Elías Nikolaison gjaldkeri og Haukur Guðjónsson vararitari.

Núverandi stjórn er skipuð eftirtöldum frá 2023.

Formaður: Rúnar Helgasson
Varaformaður: Róbert Guðmundsson.

Meðstjórnendur:

Ritari: Agnar Áskelsson.
Til vara: Halldór Karlsson.
Gjaldkeri: Alexander Ragnarsson.

Varamenn:
Ari Einarsson.
Áskell Agnarsson.
Benedikt Jónsson.

Skoðunarmenn:
Lúðvík Gunnarsson.
Benjamín Guðmundsson.
til vara: Stefán Einarsson.