Útsend béf
Hr. Einar Júlíusson 17.11.05
byggingafulltrúi
Reykjanesbæjar.
Sæll Einar við í stjórn MBS viljum endilega biðja um fund með þér um ýmis mál er við óskum eftir að farið verði ofan í saumana á varðandi byggingaframkvæmdir hér í bænum.
Þá viljum við sömuleiðis kynna fyrir þér þær reglur sem gilda varðandi uppáskriftir í Reykjavík. Viljum því benda á byggingareglugerð 441/1998 m.a. frá 35.1 til 44.greinar.
Samkvæmt gögnum sem við höfum, þá eru iðnmeistarar í öllum þeim greinum sem fjallað er um í greinum frá 38 um húsasmíðameistara til greinar 45 um stálvirkjameistara látnir skrifa undir tilkynningu um skráningu iðnmeistara og staðfestingu ábyrgða.
Form þetta er frá Reykjavíkurborg/ byggingafulltrúi. : Stutt lýsing látin fylgja:
Tilkynning um skráningu iðnmeistara og staðfesting ábyrgða.
Texti: Vegna framkvæmda á lóðinni ... samkvæmt umsókn nr. samþykkt ...
Ég undirritaður byggingarstjóri tilkynni neðanskráða iðnmeistara , sbr. 51. og 52. gr skipulags- og byggingalaga. Staðfesta þeir hér með ábyrgð sína með áritun á þessa tilkynningu.
Vonum við að þú getir tekið á móti okkur sem fyrst varðandi þau mál sem okkur varða og nauðsynlegt er að samræmdar reglur gildi um, að okkar mati.
Með kveðju,
Fyrir hönd stjórnar MBS
Kristján Krstjánsson
formaður.