Til umhugsunar

Forsíða / Fréttir
10.03.2010

Til umhugsunar

Leiðarljós í samskiptum

 

 Við heilsumst og tökum undir kveðjur með bros á vör.

 

 Við erum stöðugt vakandi fyrir því að hrósa og hvetja.

 

 Við tölum saman og leysum málin strax.

 

 Við baktölum aldrei aðra en komum skilaboðum á framfæri við viðkomandi aðila.

 

 Við viðurkennum eigin mistök og virðum hugmyndir annarra .

 

 Við erum stundvís og heiðarleg .

 

 Við tökum vel á móti nýju starfsfólki.

 

 Við notum uppbyggilega gagnrýni og erum jákvæð í garð hvers annars.

 

 Við leitumst við að draga fram jákvæðar hliðar samstarfsfólksins.

 

 Við sýnum hvert öðru gagnkvæma virðingu.