Til hamingju með nýju heimasíðuna!

Forsíða / Fréttir
02.03.2007

Til hamingju með nýju heimasíðuna!


Til hamingju með heimasíðuna kæru iðnmeistarar á Suðurnesjum. Þakka kærlega ykkar vinnu starfsmenn Dacoda.

Það er ekki seinna vænna fyrir okkur  að feta í spor flestra félagasamtaka og fyrirtækja með að taka netið í okkar þjónustu.  Okkar síða mun bæði greina frá því sem okkur alla varðar og auglýsa alla jafnt . En ég hugsa síðuna ekki hvað minnst sem tækifæri til að ná til sem flestra,  að miðla þvi sem hefur verið gert og verður gert, meðal annars að geyma minningar um okkar sögu og einskonar sameiginlegt albúm meistara hér. 
Nú við tengjumst síðu Meistarasambandsins og þeim félögum sem þar eru.
Meistarar sendið inn fréttir, myndir og getið um afmæli sem og ýmsan fóðleik og það sem þið teljið að varði okkur sem fagmeistara.
Ég tel að lifandi miðill sem þessi geti með ykkar hjálp orðið til þess að tengja okkur sterkari böndum og eru tækifærin  sem við blasa í reynd óþrjótandi.

Ábyrgðarmaður síðunnar fyrir hönd MBS er formaður félagsins KK.

Þá bið ég ykkur um að vera hjálplega við að senda inn efni bæði myndir og að geta um ykkar áfanga, við eigum samleið sem meistarar, látið vita um  afmælisdaga og flest það sem við viljum að félagsmenn MBS  viti. 

Gerum okkar heimasíðu lifandi og frjóa, þetta er okkar heima miðill.
 
Kær kveðja,
Kristján Kristjánsson formaður.