Þörf á hertu eftirliti og stærri fagfélögum
Vangaveltur formanns MBS. um að herða eftirlitsþáttinn og reyna að stöðva að réttindalausir séu að vinna fagvinnu í samkeppni við faglærða, sem lögum samkvæmt eru með fagábyrgð.
Er ég var að skoða byggingaframkvæmdir á svæðinu og spurði íslenskan trésmið hvernig honum líkaði að vinna einn innan um útlendinga sem ekki töluðu annað mál en sitt móðurmál, þetta venst svaraði hann, en er hann var spurður hvort viðkomandi hefðu réttindi kvaðst hann ekki vita það, en nefndi samt að þeir hefðu fengið starfsmenn frá atvinnumiðlun sem bauð fjölbreytta flóru iðnaðarmanna, einn daginn komu 2 ,,vanir píparar "en í næstu viku þegar beðið var um smiði, komu sömu mennirnir og voru þá orðnir ,,smiðir "
Þetta svarar heilmiklu bætti hann við.
Þetta er í reynd sú staða sem blasir við okkur hjá stórfyrirtækunum sagði trésmiðurinn mér. Aðspurður um hvort ekki væri fylgst með því hvort viðkomandi væri með réttindi, vísaði hann á að oft væri verið að biðja þá að forvitnast um þetta og kvaðst hann í reynd ekki telja að það ættu að vera starfsmennirnir sjálfir sem þyrftu að fylgjast með þessu, þetta ættu að vera fagfélögin sjálf og vísaði hann á m.a. Danmörk sem dæmi um að þar færu starfsmenn fagfélaganna um og heimsæktu fyrirtæki og spyrðu um nafnalista og fagréttindi. Þeir gætu ekki neitað samevrópskum réttindarmönnum að vinna innna EB, en réttindalausir fengju að sjálfsögðu ekki að aka bíl né að vinna sem fagmenn, þeir yrðu einfaldlega kærðir og viðurlög á atvinnurekandann væru hörð. Benda má á að í nýgerðum kjarasamningi okkar er greint frá því að starfsfólk eigi að hafa á sér starfsmannaskírteini. Er því kjörið tækifæri að fá nafnalista og ath. með fagréttindi manna. Stór félög hafa burði til þess að ráða eftirlitsmenn sem fara um vinnusvæðin og kanna með fagréttindin. Hagsmunir allra með fagréttindi eru í húfi og því er á það bent að í reynd ættu öll fagfélögin, þe. meistara og sveinafélögin að sinna þessu saman. Þá er ljóst að mikið vantar á að eftirlit með nýbyggingum og alm. byggingaframkvæmdum sé sem skyldi og úttektir eru ekki í góðu lagi á okkar svæði, en um þetta hefur verið margfjallað og reynt að beita þrýstingi á bæjaryfirvöld að standa sig betur. Ljóst er að betur má ef duga skal.
Í litlum bæjarfélögum eins og eru hér á landi þar sem tengls manna eru meiri en í fjölbýlinu mál jóst vera að erfitt verður að fá menn til þess að beita hörku og efast enginn um að viðkomandi aðili lendir einfaldlega í vanda og jafnvel málar sig út í horn með viðskipti við stór atvinnurekendur.
Ef til vill er þetta eitthvað sem gengur yfir og menn verða að sætta sig við við í þennslunni sem hefur verið, en það má hins vegar til sanns vegar færa að í reynd er verið að hunsa fagréttindi og jafnvel flæma menn frá því að leggja á sig langt og kostnaðarsamt iðnám sem menn voru stoltir af, því réttindarlausir aðilar komast upp með að fótum troða þessi fagréttindi og þegar til lengdar er litið, skaðar þetta allan orðstír fagmanna og skaðar fagfélögin öll, því búið er að opna upp á gátt að fótum troða langt og löggilt iðnnám, hæpið er að hægt verði að snúa þróuninni við, ef þetta varir mikið lengur.
Aukinn innflutningur með innflutt hús sem og stór framkvæmdir sem boðnar eru út á hinu stóra EB svæði, án þess að strangt eftirlit sé með að um sé að ræða réttindamenn, mun ef ekki verður spyrnt við fótum skaða okkar stéttir verulega, þarna þarf samstillt átak fagfélaga innan sem utanlands að koma til.
Því sameinumst við ekki meistarafélögin á suðvesturhorninu og tökum höndum saman við sveinafélögin um að reka ei