Stjórnarfundur Meistarasambandsins 25. sept. 07

Forsíða / Fréttir
04.10.2007

Stjórnarfundur Meistarasambandsins 25. sept. 07

Stjórnarfundur Meistarasambands byggingamanna haldinn 25. sept. 07.

 

Stutt endursögn:

Baldur formaður greindi frá fundi er fulltrúar frá Meistarafélögum héldu með Samtökum Iðnaðarins og fulltrúa frá umhverfisráðherra vegna væntanlegs frumvarps til laga um endurskoðun á lögum um mannvirki.

Þarna er um  miklar breytingar á fyrri lögum að ræða og eru fagfélög meistara verulega uggandi yfir mörgum liðum í væntanlegu frumvarpi. 

Komu okkar menn fram með mótmæli og kom það fram hjá Baldri að menn hefðu  verulegar áhyggjur af þessum drögum og telur að  vegið  sé að fagréttindum manna.

 

Rætt var um endurmenntunargjaldið og óánægju þá sem sumir okkar manna hafa varðandi það mál. Ljóst er að í lögum allra fagfélaga eru ákvæði um að stuðla að menntun og símenntun og hefur það verið baráttumál félaganna um langa hríð. ,,Það er í lögum allra félaga í MB að stand vörð um endurmenntun handa félagsmönnum. SS fór inná það að Iðan Fræðslusetur sér ekki bara um endurmenntun handa félagsmönnum hún er starfsaðili fyrir Starfsgreinaráð  bygginga og mannvirkjagreina sem er tengiliður allra byggingagreina við ráðherra á mjög breiðu sviði og sér um alla námsamninga frá húsasmið til prentara og allt þar á milli og öll sveinspróf til handa þessum greinum.“

 

Það er mat stjórnar sambandsins að þeir sem eru í fullum rekstri eigi að greiða iðgjaldið sem í reynd fæst  endurgreitt  þegar menn fara á námskeið því þau eru verulega ódýrari fyrir þá sem greiða þetta gjald. Þá er eins og sést í tilvitnuninni að ofan, að þarna er unnið þarft verk  fyrir meistara.

Hins vegar eru í okkar félagi aðilar sem eru á eftirlaunum og einnig launþegar hjá öðrum og eru innheimt af þeim iðgjöld til stéttarfélaga sem einnig  gr. niður námskeið og því beri þeim ekki að greiða menntagjaldið til Iðunnar, en sæki þeir um að fara á þau námskeið, ber þeim að greiða fullt gjald fyrir námskeiðin.

 

Þá var rætt um hvað hægt væri að gera til að hefta réttindalausa menn, íslenska sem erlenda, sem mikið ber á í byggingageiranum. KK nefndi mörg dæmi af Suðurnesjum og lagði fram skrifleg gögn máli sínu til skýringar. Um sé að ræða hreint brot á vinnulöggjöfinni því um lögvernduð fagréttindi til atvinnureksturs sé að ræða, með miklum skyldum og ábyrgðum.

Kom fram að samvinna er við Fit varðandi þessi mál og farið er fram á málshöfðun til að tryggja fagréttindi meistara.

 

 

Málið er litið mjög alvarlegum augum og mun verða leitað allra leiða til að stöðva framferði sem þetta. ,, BÞB átti fund með Finnbirni Hermannssyni formanni Samiðnar og er Samiðn tilbúið að taka hart á þessu máli og öðrum málum þessu líkt .

MB ætlar að fylgja þessu máli hart eftir “.

 

Þá kom fram að heimasíða Meistarasambandsins sé alveg að skella á og eru menn á því að það verði til mikilla bóta og leið okkar til þess að vera meira sjáanlegir og faglegir.

 

KK skráði.