13.10.2009
Stjórnarfundur Meistarasambandsins 1.10
Stutt frásögn af stjórnarfundi MB.
Meistarasamband byggingamanna hélt stjórnarfund þann 1. okt. sl. Gestir fundarins komu frá Múrarameistarafélagi Reykjavíkur og var þeim kynnt sambandið og lög þess, þar sem áhugi er innan raða MMR að ganga í MB . Þá kom það fram að félögin innan MB leituðu leiða til að sameina ýmsa þætti starfseminnar öllum til hagræðingar t.d. mælingastofurnar og daglega þjónustu við félagsmenn.
Lög MB miða út frá jöfnuði t.d. að hvert félag burt séð frá stærð, hefur eitt atkvæði.
Aðilar lýstu ánægju sinni með þau lög og þær lýðræðis aðferðir sem viðhöfð eru innan MB.
Þá var rætt um að halda áfram verkefninu, að vara við svartri atvinnu starfssemi.