Stjórnarfundur Meistarasambands byggingamanna.26.08

Forsíða / Fréttir
27.08.2010

Stjórnarfundur Meistarasambands byggingamanna.26.08

Meistarasamband byggingamanna ( MB)  hélt stjórnarfund 26.08 2010, í Skipholti  70.

Farið var yfir  stöðu mála í  okkar  helstu málaflokkum.

Varðandi iðnaðarmálagjaldið þá er staðan sú að fyrir alþingi liggur frumvarp um framtíð  gjaldsins, í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu.

En sem kunnugt er  þá stóð MB fyrir málshöfðuninni og  bar af henni  verulegan kostnað.

Þá var farið yfir vetrarstafið og með hvaða hætti við gætum aukið allt  samstarf félaganna innan MB, í ljósi hagræðingar og meiri sóknar í öllum okkar málaflokkum og ekki síst  í  útgáfumálum hverskonar og að vera meira sýnilegir, en fjármálin eru okkur mjög þung í skauti  .

Þessi mál eru  öll í vinnslu og verður þeim gerð betri skil síðar. 

Til glöggvunar þá  nefni ég  hér  úrdrátt úr lögum okkar:

,, Okkur ber  að gæta hagsmuna og réttarstöðu félagsmanna og vera málsvari í  sameiginlegum málum þeirra.  Að veita félagsmönnum upplýsingar og vera þeim til aðstoðar í þeim málum er varðar iðngreinina og atvinnurekstur þeirra. Að vinna að aukinni menntun og verkvöndun og standa fyrir kynningu og fræðslu á hinum ýmsu málum er félagsmenn varðar.  Að efla samvinnu og samhug félagsmanna og vinna að því að þeir reki iðn sína á heilbrigðum grundvelli,,.

KK skráði.