Stjórnarfundur MBS 29.okt endursögn

Forsíða / Fréttir
06.11.2010

Stjórnarfundur MBS 29.okt endursögn

Stjórnarfundur MBS haldinn  29.10 2010. Kl. 18:00. Mættir  KK, LG,GIG,AE, CG, SÁ. Einnig mætti Áskell Agnarsson á fundinn með erindi.

Rætt var um að reyna að fara  dagsferð með félagsmenn, ef næg þátttaka fæst og lagt til að fara að morgni frá Keflavík, til Vestmannaeyjar, frá Landeyjarhöfn.

 

Fjallað var um að MBS lánaði nafn lénsins okkar til Meistarasambandsins þar sem þeir  reka ekki heimasíðu, en til stendur  að félögin sem þar eru innan borðs verði með sína eigin síðu undir www.mb.is .

Málið er  í  úrvinnslu okkar og   m.a Dacota í Keflavík.

 

Rætt var um aðferðir og  hvort eitthvað væri hægt að gera varðandi réttindalausa sem eru með starfsemi sem tilheyra faglærðum.

Greint va frá því að MBS ætlaði ekki að vera í samninganefnd varðandi kjarasamninga, þar sem  reyndir aðilar frá MB  af RVK svæðinu eru til staðar. 

Fjallað var um að halda félagsfund um áhugavert efni er okkur varðar, lagt var til að reyna að fá á fund til okkar aðila sem tengjast  álversframkvæmdunum sem vonandi  eru að fara af stað eftir langa biðstöðu.

Rædd var fjárhagsstaða félagsins og reifaðar ýmsar  leiðir til að innheimta útistandandi ársgjöld.

MBS mun biðja bæjarstjórn  að kanna  fleiri möguleika en að breyta fullbúnu húsnæði fyrir aldraða í langleguhjúkrunarheimili. Stjórn ákvað að senda bréf varðandi málið og fylgja því eftir.

Þá var  Áskell og Stefán E beðnir að vera í nefnd  okkar varðandi málið.

KK skráði.

 

Fundi slitið 20:30