Stjórnarfundur MB 29.sept. 10
Meistarasamband Byggingarmanna
Stjórnarfundur haldinn 29 september 2010 kl. 17.00
24. fundur.
Mættir voru.
Baldur Þór Baldvinsson, Magnús Stefánsson, Sigurður Heimir Sigurðsson, Lúðvík Gunnarsson og Skarphéðinn Skarphéðinsson.
Forföll boðuðu. Kristján Kristjánsson, Guðmundur Jónsson, Jón Ólafsson, Hannes Björnsson, Sigurður Óli Sumarliðason og Einar Benteinsson
Málefni.
- Fundagerð síðasta fundar.
- Væntanlegir kjarasamningar.
- Dacoda og heimasíða.
- Ráðstefna um byggingariðnaðinn 11 nóv. n.k.
- Málefni endurmenntunar.
- Önnur mál.
1. Fundagerð síðasta fundar var samþykkt.
2. Samiðn hefur lagt fram viðræðuáætlun vegna væntanlegra kjarasamningar. BÞB hefur samþykkt þessa áætlun fyrir hönd MB. Viðræðuáætlunin fylgir fundagerð þessari. Óskað er eftir að öll aðildarfélögin tilnefni samningsaðila fyrir sína hönd. Fyrir hönd múrara verða Sigurður Heimir Sigurðsson og Hannes Björnsson. Fyrir hönd pípara verða Guðbjörn Þór Ævarsson, Christian Þorkelsson og Sveinn Borgar Jóhannsson. Fyrir hönd smiða verða Baldur Þór Baldvinsson og Magnús Stefánsson. MBS og FDVM eiga eftir að tilnefna sína fulltrúa.
3. LG kom með tillögu frá KK um þann kostnað að setja upp heimasíðu. Uppsetningin yrði þannig að aðalsíða yrði fyrir MB og félögin yrðu með sínar síður sem undirsíður. Tilboð þetta er frá Dacoda og fylgir fundagerð þessari. Bornar voru upp spurningar á fundinum og mun LG koma með svör við þeim á næsta stjórnarfund.