Stjórnarfundur MB 29.12 í Keflavík
Stjórn Meistarasambands byggingamanna boðaði til stjórnarfundar þann 29.12 2009. Fundurinn fór fram í Keflavík í sal MBS.
Baldur form.stýrði fundinum og Skarhéðinn annaðist fundarritun.
Ítarlega var farið ofan í samstarf okkar við Iðuna og bréf sem stjórn þeirra hafði verið send var kynnt þeim sem ekki gátu verið á síðasta stórnarfundi sem haldinn var 22.des. sl. Þungt var í mönnum vegna framkomu manna innan Iðunnar og töldu menn að nóg væri komið af þessu samstarfi og fannst mönnum að í reynd væri þarna um bákn að ræða, en eftir ítarlega skoðun var samt ákveðið að reyna til þrautar, enn og aftur, að fá svör við spurningum okkar.
Þá var farið ofan í sameiningarmálin og tillögur að sameiginlegu rekstrarfélagi innan MB, kom fram að félag Pípulagningameistara var samykk tillögunum sem kynntar hafa verið.
En að mati form. MBS þá taldi hann ekki vera mikinn hljómgrunn að sameingu hjá Suðurnesjamönnum miðað við framkomin drög. En ef til vill yrði um allt annað viðhorf að ræða, ef tillaga kæmi um fullkomna sameiningu.
MH hefur ekki látið fund fjalla um þessar tillögur sem Píparar eru sammála um. Málið er því ekki í reynd komið nógu langt til þess að hægt verði að fjalla um sameiningamálin.
Menn gera sér samt grein fyrir að það verði að hagræða og reyna að ná fram ódýrara rekstrarformi og stefnt verður á að finna leiðir til hagræðinga.
Þá var farið ofan í ýmis rekstrarmál MB og verður annar fundur haldinn fljótlega.
KK skráði.