Standa verktakar nægilega saman sjá Hæstaréttardóm

Forsíða / Fréttir
04.10.2007

Standa verktakar nægilega saman sjá Hæstaréttardóm

Standa verktakar nægilega saman þegar verkkaupi neitar að greiða innlagða reikninga.

Spyrja má hver er staða byggingarstjóra sem jafnframt er verktaki við húsbyggingu?

 

Athyglisvert mál sem einn meistari  í okkar félagi lenti í þá er hann hugðist stöðva framkvæmdir við húsbyggingu, vegna vanskila og ágreinings um kostnað við sökkul byggingu, umræddur aðili var jafnframt byggingarstjóri verksins. 

 

Undirverktakar við verkið vildu ekki standa með byggingarstjóranum, þótt að um vanskil væri að ræða og stöðva framkvæmdir, að einum aðila undanskyldum.

Verkkaupi skipti einfaldlega um byggingarstjóra og hélt byggingunni áfram . Ágreiningurinn fór fyrir dóm og dæmdi héraðsdómur sem og Hæstaréttardómur byggingameistaranum í vil.

Úrdráttur úr dómi Hæstaréttar birtur með leyfi Unnars Más Magnússonar.

 

Í dómi Hæstaréttar kom fram að reikninga fyrir unnar byggingarframkvæmdir skyldi greiða að fullu samk. reikningum verktakans ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði.

Dómsorð: Aðaláfrýendur SG og SE greiði gagnáfrýanda Húsbyggingum ehf óskipt 997.369,- með dráttarvöxtum samkv. 1. mgr.6.gr. laga nr 38/2001 frá  28. febrúar 2003 til greiðsludags. Auk Málskostnaðar fyrir héraðs og Hæstarétti.

 

Velti þessu upp til að menn hugleiði hve staða byggingarstjóra virðist vera veik þegar um er að ræða aðila sem jafnframt er  verktaki, því verkið hélt áfam og nýir aðilar tóku við byggingarstjórn. Verktakar héldu áfram aðeins einn stóð með byggingarstjóranum og stöðvaði framkvæmdir.

Það er ljóst að þarna eru atriði sem þarf að huga vel að.

Dóminn má sjá í heild sinni :Hæstaréttardómur  Nr. 167/2006

 

KK skráði.