Skoðunarferðin í uppnámi vegna veðurs

Forsíða / Fréttir
07.02.2008

Skoðunarferðin í uppnámi vegna veðurs

Á vefsíðu Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er bent á að hlýna mun um allt land í fyrramálið og fylgir því talsvert vatnsveður og snarpar vindhviður. Bendir almannavarnadeild húseigendum á að ganga vel frá niðurföllum og huga að lausum munum.
Þá verður stórstreymt og eru eigendur báta á Suðvesturlandi beðnir að huga að þeim.
Þeir sem þurfa að vera á ferðinni eru hvattir til að fylgjast vel með þróun veðurs og færðar.

Ákvörðun verður tekin á morgun um hvort ferðinni verði frestað um viku. En ef spáin gengur eftir þá verður ekki hægt að fara í skoðunarferðina.

Það verður  sent sms á morgun