Samstarf er lykill að árangri – fundaröð um nýja byggingarreglugerð
Um opna fundi er að ræða sem ætlaðir eru hönnuðum, tæknimönnum, iðnaðarmönnum, eftirlitsaðilum og öðrum áhugasömum.
Upphaf verkefnisins má rekja til fundar sem haldinn var á Akureyri í lok mars 2012 þar sem berlega kom fram þörf hjá þessum aðilum að ræða um þær breytingar sem hafa átt sér stað með tilkomu hinna nýju laga og reglugerðar. Í kjölfarið var ákveðið að halda samskonar fundi sem víðast á landinu.
Tilgangur fundanna er að kynna breytt starfsumhverfi mannvirkjageirans, gefa hlutaðeigandi tækifæri til að spyrja þeirra spurninga sem brenna á þeim og koma með ábendingar um hvað betur megi fara.
Fundirnir verða haldnir á Ísafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Stykkishólmi, Hellu, Reykjanesbæ og Reykjavík.
Stað- og dagsetningar funda:
5. október, kl. 13.00 – 17.00
|
9. nóvember, kl. 13.00 – 17.00
|
19. október, kl. 13.00 – 17.00
|
16. nóvember, kl. 13.00 – 17.00
|
26. október, 13.00 – 17.00
|
23. nóvember, kl. 13.00 – 17.00
|
2. nóvember, kl. 13.00 – 17.00
|
Á fundum taka til máls Friðrik Ág. Ólafsson, forstöðumaður Meistaradeildar SI, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Logi Már Einarsson, formaður Arkitektafélags Íslands, byggingarfulltrúi viðkomandi svæðis og Magnús Sædal fyrir hönd Félags byggingarfulltrúa. Að erindum loknum er boðið upp á fyrirspurnir og umræður.