Rammasamningur
Ágætu félagsmenn.
Nýverið var auglýst rammasamningsútboð Ríkiskaupa nr. 15045 sem ber yfirskriftina: "Þjónusta verktaka í iðnaði á fasteignum ríkisins", við viljum vekja athygli á þessu útboði og mikilvægi
þess að þeir sem eru að eru eða vilja þjónsta ríkisstofnanir skili inn gögnum og verði með í útboðinu.
Útboðinu er ætlað að auka á jafnræði og gagnsæi milli verktaka og verkkaupa en það tekst best með góðri samvinnu milli verktaka og kaupenda á þjónustunni þ.e. opinberum stofnunum og fyrirtækjum.
Um er að ræða útboð sem er einskonar hæfismat eða forval þar sem allir þeir sem eru hæfir fá að vera aðilar að rammasamningnum.
Verktökum er ætlað að þjónusta viðhaldsverk, endurnýjun og viðbætur allt að 200 klst. Verk umfram það eiga að fara í örútboð, sem er lokað útboð á milli aðila innan rammasamningsins.
Fyrirspurnafrestur rennur út 28. Júní 2011
Svarfrestur rennur út 1. Júlí 2011
Skilafrestur rennur út 7. Júlí 2011 kl. 13:00
Opnun 7. Júlí 2011 kl. 14:00
Nánari upplýsingar og tilboðsgögn er að finna á slóðinni :
http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/15045