Pósthúsframkvæmdir svar við fyrirspurn

Forsíða / Fréttir
09.06.2008

Pósthúsframkvæmdir svar við fyrirspurn

Heill og sæll!
 
Afsakaðu síðbúið svar, en það stafar af því að ég hef verið í vinnuferð bæði innanlands og erlendis undanfarinn hálfan mánuð.
 
Varðandi fyrirspurn þína, þá er því til að svara, að efnt var til lokaðs útboðs meðal valinna verktaka, sem áður höfðu sinnt viðhaldsverkefnum fyrir Íslandspóst og tekið hafa þátt í fyrri almennum útboðum fyrirtækisins.  Samið var við lægstbjóðanda og hljóðar verksamningur upp á 34,6 mkr.
 
Síðastliðin tvö ár hefur Íslandspóstur í þrígang leitað til fjögurra og fimm verktaka í Reykjanesbæ um þátttöku í lokuðu útboði vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Íslandspósts í Keflavík.  Engir þeirra verktaka hafa svarað verðfyrirspurnum okkar.  Ekki þótti því þjóna tilgangi að leita til þeirra nú.  Þess í stað var leitað til verktaka, sem sinnt hafa verkefnum á vegum Íslandspósts undanfarin misseri og sýnt hafa fyrirtækinu samstarfsvilja og hollustu á miklum þenslutímum.  Forsvarsmenn Íslandspósts eru mjög sáttir með þau tilboð, sem nú bárust, og eru þau innan þeirra kostnaðarmarka, sem lagt var upp með.
 
Með kveðju,
Ingumundur Sigurpálsson