PGV Framtíðarform ehf hlýtur CE vottun

Forsíða / Fréttir
19.07.2013

PGV Framtíðarform ehf hlýtur CE vottun

PlastgluggaverksmiðjanPGV Framtíðarform ehf
hlýtur CE vottun

Eftir langt og strangt ferli, prófanir og samstarfi við Mannvit,Mannvirkjastofnun
og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur PGV Framtíðarform ehf núbyrjað að CE
merkja sína framleiðslu til að koma til móts við auknar kröfur ognýja byggingarreglugerð.

PGV Framtíðarform ehf hefur lengi lagt áherslu á að gluggakaupenduróski eftir
slagveðursprófi til að fullvissa sig um að glugginn standistíslenskar aðstæður,
en PGV Framtíðarform ehf sendir niðurstöður slagveðursprófs með öllu sínum
tilboðum, en þeirraframleiðsla stóðst slagveðurspróf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
með hæstumögulegri einkunn. Nú hefur PGV Framtíðaarform ehf bætt við
CE gæðavottun við sína framleiðslu og því geta viðskiptavinir þeirra verið þess
fullvissir að fá vöru
sem stenst allar nútímakröfur og reglugerðir.


GísliJóhann Sigurðsson framkvæmdastjóri PGV Framtíðarforms ehf

PGV Framtíðarform ehf. er íslensk plastgluggaverksmiðja.Hún var stofnuð árið 2010en að baki henni standa fagmenn með áralanga reynslu. Framleiðslan er íslensk ogþjónustustigið er hátt segir framkvæmdastjórinn og húsasmíðameistarinn GísliJóhann Sigurðsson. „Við framleiðum PCV-u glugga úr smíðaefni frá þýskaframleiðandanum Deceuninck, en allir eru þeir glerjaðir að innan með 28millimetra K-gleri.

Framleiðslan fer fram í Grindavík og er PGV  Framtíðarform eina verksmiðjan á Suðurnesjum. Einnig er söluskrifstofa í Fiskislóð 45 Reykjavík.  „Við sérsmíðum alla glugga eftir óskumviðskiptavina og sökum þess að framleiðslan fer fram á Íslandi erafhendingartíminn skemmri en almennt þekkist. Við leggjum mikið uppúrgæðunum  og viljum vera vissir um að fólkþurfi ekki að standa í kostnaðarsömu viðhaldi eins og gerist stundum þegaródýrar eftirlíkingar verða fyrir valinu,“ segir Gísli framkvæmdastjóri.