Opinn fundur um brunavarnir
Kynningarfundur  Eldvarnaeftirlits  Brunavarna  Suðurnesja
fyrir Meistara og iðnaðarmenn á Suðurnesjum.
Á fimmtudaginn 27. nóvember verður Eldvarnaeftirlit Brunavarna Suðurnesja  með kynningu á starfsemi sinni í sal Meistarafélags byggingarmanna á Suðurnesjum Hólmgarði 2c frá kl: 20:00 – 22:00.
Dagskrá:  
Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri fer yfir almenna starfsemi eldvarnaeftirlitsins.
Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóri fer yfir lög um brunamál og nýja gjaldskrá Brunavarna Suðurnesja.
Ólafur Ingi Jónsson verkefnastjóri fer yfir brunaviðvörunarkerfi.
Kaffiveitingar.  Eldbakaðar kleinur og brennt kaffi að hætti slökkviliðsmanna.
Jón Pálmason frá Protak heldur stuttan fyrirlestur um  brunaþéttinar og efni til þeirra.
Pallborðsumræður- spurningar og svör.
