Nýárs fréttabréf formanns
Iðnmeistarar gleðilegt ár.
Fréttabréf frá formanni:
Í byrjun ársins vil ég hvetja ykkur til að láta okkur í stjórninni vita um það sem þið viljið að sé í betri farvegi. Þá leita ég eftir gömlum myndum ég vil geta haft okkar heimasíðu sem fjölbreytilegasta og því þurfið þið að hjálpa mér, senda mér fréttir og efni sem okkur varðar.
Samningamál: Vitað er að samningar eru lausir og hafa viðræður við heildasamtökin, sem eru með þessi mál legið niðri um hríð en ljóst er að menn fara á fullt á næstunni.
Réttindalausir:
Víða eru réttindalausir aðilar að undirbjóða faglærða og þarna verðum við allir að standa saman.
Látið okkur í stjórn MBS sem og hjá FIT fá upplýsingar um réttindalausa aðila.
Látið undirverktakanna sýna ykkur meistarabréfin og ég hvet ykkur til þess að standa þétt saman við að stöðva þennan ójafna leik. Iðnlærlingar, sveinar og meistarar verða að hjálpast að við að vernda iðngreinarnar.
Það er sótt að fagstéttinni víða að og samkeppnin við réttindalausa er ójafn leikur.
Það verður að krefjast þess af bæjaryfirvöldum að þeir láti fara eftir byggingarreglugerðinni og að fylgst sé betur með byggingum hvort heldur sé um nýbyggingar eða viðhald að ræða.
Eftirlit:
Meistarasamband byggingamanna hefur verið að hjálpa okkur við að hvetja byggingaryfirvöld í Reykjanesbæ til að herða úttektir og fylgjast með að eftir byggingarlögunum verði farið.
Jafnfram er verið að kanna með málshöfðun á hendur réttindalausum aðilum hér á svæðinu.
Í samvinnu við Fit þá hefur verið aflað gagna til að láta reyna á lögin og hefta réttindalausa.
Sömuleiðis hefur stjórn félagsins okkar farið á fund bæjarstjóra og haldið með honum fund, aflað gagna og þrýst á aðila til að stöðva réttindalausa .
Ný lög um mannvirki:
Við vitum um að fyrir alþingi liggur að gera róttækar breytingar á byggingarlögunum, m.a. er sótt hart að fagréttindum okkar, en þar er okkar maður hjá MB fastur fyrir við að vernda réttindi fagmeistara og hafa verið haldnir margir fundir um þau mál..
Samstaða:
Því er skorað á fagmestara að þjappa sér saman og standa vörð um okkar fagréttindi, verslum ekki við réttindalausa, spyrjum ávallt um meistararéttindin og látið okkur í stjórninni vita um þá sem eru að stunda atvinnustarfsemi án löggiltra iðnréttinda.
Nýárs kveðja,
Kristján Kristjánsson
formaður. kkt@simnet.is 897 8347