Nú reynir á samstöðu fagmeistara
Vakin er athygli á fróðlegri grein formanns Meistarasambandsins um aðför að fagréttinum og ákalli um að nú þurfi meistarar að standa þétt saman. Þingsályktunartilaga um endurskoðun skipulags og byggingalaga liggur fyrir alþingi, en þar er m.a.kveðið á um skerðingu réttinda fagmeistara, sjá greinina í heild sinni í Meistaranum 21 júlí.
Stutt endursögn: Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu nauðsynlegt það er fyrir okkur sem höfum atvinnu af hverskonar mannvirkjagerð, að standa fast saman í vörninni um okkar réttindi og hagsmuni. Í frumvarpinu er m.a lagt til að iðnréttindi verði verulega skert og þau jafnvel tekin af mönnum. Okkar svar við síauknu flæði erlendra aðila er mikil og góð mentun.
Þá eru Samtök Iðnaðarins að frumkvæði formanns þess að setja á fót vinnuhóp með samtökum Meistarasambands byggingamanna til að fara yfir frumvarpið og gera sameiginlega tilögur um breytingar. Tilvitnun líkur.
Meistarar nú er skorað á ykkur að setja ykkur inn í málið og hvetja þá sem ekki eru innan raða okkar að þjappa sér saman og styðja við bakið á okkar samtökum í þessari varnarbaráttu.
Meisturum er þakkað fyrir að láta stjórn vita af málum sem grunur leikur á að þurfi að skoða nánar, en fyrir stuttu var einmitt bent á að verið væri að vinna við þakviðgerðir á áberandi atvinnuhúsnæði hér í bæ af aðilum án fagréttinda að því er virtist.
Málið er í skoðun og hafa bréfaskipti farið fram milli aðila um málið.
Með sumarkveðju, Kristján Kristjánsson formaður.