Meistarasambandið með stjórnar fund

Forsíða / Fréttir
27.06.2007

Meistarasambandið með stjórnar fund

 

Meistarasamband Byggingarmanna

 

Stjórnarfundur haldinn 14 júní   2007 kl. 18.00

6. fundur.

 

Mættir voru.

Baldur Þór Baldvinsson,  Lúðvík Gunnarsson, Kristján Kristjánsson, Einar Benteinsson, Magnús Stefánsson og Skarphéðinn Skarphéðinsson.

 

Forföll boðuðu.  Guðmundur Jónsson og Sigurður Ó Sumarliðason.

 

Málefni.

  1. Skýrsla síðasta fundar borin upp til samþykktar.
  2. Endurskoðun frumvarp um mannvirki.
  3. Bréf frá Meistarafélagi Iðnaðarmanna í Hafnarfirði.
  4. Heimasíðan
  5. Önnur mál.

     

      1. Síðasti fundur lesin upp og samþykktur.

 

2.      BÞB átti fund með Sveini Hannessyni framkvæmdastjóra SI um samstarf að skoða frumvarp til laga um mannvirki. Markmið samstarfsins er að MB og SI komi sameinaðir fram með tillögu fyrir þetta mikilvæga mál. BÞB bar þessa tillögu fram við sitt félag MH og var ákveðið hjá stjórn MH að BÞB og MS færu með þetta mál fyrir MH en að öll mál er þetta varðar væru borin upp við stjórn MB áður en nokkuð yrði samþykkt. Stjórn MB samþykkir það.

3.      BÞB las upp bréf frá MIH sem sent var til Menntamálaráðherra er varðar alla iðnmenntun. Afrit af bréfi þessu fylgir fundagerð þessari. Stjórn MB standa heilshugar á bakvið MIH í þessu máli.

4.      BÞB talaði við Guðjón Smára hvar staðan væri í gerð heimasíðu MB og tjáði hann BÞB að hann væri að hlaða inná hana öllum blöðum Meistarans sem MB hefur gefið út. Stjórn MB eru óánægðir með ganginn í þessu máli og krefjast að Guðjón flýti þessu máli eins og unnt er.