Mannvirkjalög og Mannvirkjastofnun

Forsíða / Fréttir
21.02.2011

Mannvirkjalög og Mannvirkjastofnun

Samtök iðnaðarins efna til kynningarfundar um nýju Mannvirkjalögin og nýstofnaða Mannvirkjastofnun í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík  kl. 8:30 til 10.00 miðvikudaginn 23. febrúar.
 

Framsögumenn eru  Steinunn Fjóla Sigurðardóttir lögfræðingur og Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, starfsmenn umhverfisráðuneytisins.

 

Auk þess að fara yfir lögin og helstu breytingar, hæfiskröfur, starfsleyfi, aðlögunarákvæði eða bráðabirgðaákvæði og tímaramma verður einnig gerð grein fyrir starfsemi Mannvirkjastofnunar sem tók til starfa um áramót um leið og lögin tóku gildi.

 

Fundarstjóri er Kolbeinn Kolbeinsson framkvæmdastjóri ÍSTAKS.

 

Um leið og Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn sína í mannvirkjagreinum til þátttöku eru félagar í Meistarafélagi húsasmiða, SART og Félagi ráðgjafaverkfræðinga sérstaklega boðnir velkomnir til fundarins.

 

Vinsamlegast skráið ykkur á
mottaka@si.is eða í síma 591 0100 eigi síðar en 22. febrúar.