Málþing um byggingamál

Forsíða / Fréttir
31.10.2013

Málþing um byggingamál

Málþing um Byggingamál – Dagskrá.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar stendur fyrir málþingi

föstudaginn 1. nóvember 2013 frá klukkan 13:00 til 16:30.

Þingið verður haldið í ráðstefnusal Íþróttaakademíunnar við Krossmóa 58 í Reykjanesbæ.

 

 

Dagskrá:

13:00 Setning -- Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri USK Stiklað á stóru um stöðu helstu framkvæmda í bygginga- og skipulagsmálum

13:10 Jarðtengingar mannvirkja, rafsegulsvið húsa og áhrif þess á íbúa. – Valdemar Gísli Valdemarsson er sérfræðingur á þessu sviði,
rafeindameistari, bókaútgefandi og greinahöfundur fjölda greina. Áhugaverður fyrirlestur sem fjallar um mikilvægi virkra jarðtenginga og
straumflæði innan mannvirkja. Upplýst verður um niðurstöður mælinga m.a. rafsegulsviðs og áhrif þess á heilsufar íbúa fyrir og eftir úrbætur í raflögnum þá sérstaklega jarðtengingum.

14:15 Stutt kaffihlé.

14:20 Rakamyndun mannvirkja – rakaþétting, kuldabrýr og mygla í mannvirkjum. Fulltrúar frá Mannvirkjastofnun og Nýsköpunarmiðstöð eru sérfræðingar í þessum málum,
þeir fjalla um stöðu mála og svara fyrirspurnum þinggesta. Heilbrigðisfulltrúi verður á staðnum og upplýsir um aðkomu HES. Raki og mygla og áhrif þess á heilsufar hefur
verið mikið til umræðu að undanförnu og hefur fagleg þekking um þessi mál verið afar takmörkuð hérlendis. Það er þó ljóst að þar sem viðvarandi raki er í mannvirkjum
eru líkur á myndun myglu. Málið er því byggingarlegs eðlis. Er orsökin ófullnægjandi loftræsting, „ný“ byggingarefni í votrýmum m.a. gifsklæðning, ófullnægjandi frágangur eða „slök“ hönnun?

15:20 Kaffihlé.

15:40 „Nýja“ Byggingarreglugerðin með síðari breytingum í nútíð og framtíð: Guðmundur Gunnarsson yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar fjallar um stöðuna.
Guðmundur er okkar helsti sérfræðingur, fjallreyndur og hafsjór af fróðleik á þessu sviði. Framsaga Guðmundar verður um byggingarreglugerðina og byggingamál almennt,
bæði í túlkun á ákvæðum og eftirfylgni. Þessi þáttur þingsins verður á léttum nótum með skemmtilegri framsögu og spjalli – hvatt er til virkrar þátttöku þinggesta.

16:10 Fyrirspurnir og almennar umræður fyrirlesara og þinggesta um byggingamál.

16:25 Þinglok.

Við hjá USK hvetjum alla til að koma og kynna sér þann fróðleik sem þingið býður upp á. Kaffi og kleinur verða í boði að venju.
F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs,
Sigmundur Eyþórsson
sigmundur.eythorsson@rnb.is

Sjá nánar á