Límmiðar MBS í bílrúður

Forsíða / Fréttir
02.03.2009

Límmiðar MBS í bílrúður

Límmiðarnir nýju í stærðinni A5  með útskornum stöfum eru komnir í hús.

Við erum stoltir að því að vera fagmeistarar og  því aðgreinum við okkur frá hinum,

m.a með fallegum límmiða í bílrúðuna, með því auglýsum við okkur og heimasíðuna okkar,

sem einmitt hefur um okkur nánari uppl.

 

Lýsing:  Texti ofan við merkið.

Fagleg ábyrgð.  Bláir stafir eins og á fánanum. Undir merkinu nafnið á félaginu og www.mb.is

Hafið samband við formann , gegnum netið eða  hringja, miðarnir verða sendir  til ykkur

og leiðbeiningar um hvernig best er að setja þá á rúðuna að innan verðu.

Þessir miðar fara mjög vel og hindra ekki á neinn hátt útsýnið og eru stafirnir og merkið útskorið.

Sjá merkið á forsíðu síðunnar.

Netfang félagsins, sem og form. sést eins og öll netföng

meðlima MBS á heimasíðunni.