Leitum til félagsmanna að koma að stjórn félagsins.

Forsíða / Fréttir
19.05.2010

Leitum til félagsmanna að koma að stjórn félagsins.

Sælir félagsmenn góðir, nú styttist í aðalfundinn okkar, en við  erum að spá í að halda hann 31.5 kl. 20:00

Á stjórnarfundi í dag kom upp sú hugmynd að leita til félagsmanna að gefa sig fram til stjórnarsetu.
Hluti stjórnamanna hefur  nefnt  að þeir vilji hvíla sig í bili.

Það er ljóst að í hönd fara áhugaverðir tímar.  Félögin eru að taka upp meira samstarf, m.a. að reka eina sameiginlega mælingastofu, standa saman að  leiðum til að hanna  öflugt mælingarkerfi, en það kostar okkur fjármuni sem við höfum ekki  mikið af í dag, þá  hafa félögin innan MB og jafnvel víðar rætt um  sameiningu á einn eða annan veg.

Það er ljóst að í hönd fara áhugaverðir tímar.  Þá er sótt að okkur sem fagstétt og varnarvinna er þar fyrir höndum. Stórframkvæmdir  eru í farveginum á okkar svæði, en vitað er að þær framkvæmdir verða auglýstar á evrópska efnahagssvæðinu, þannig að mikil þörf er á að félagið  verði sterkt og aflmikið og við getum sem mest  varið okkar vinnu, þá er nauðsynlegt að við verðum vel auglýstir og vinnum vel saman sem heild, til að verja atvinnu hér á svæðinu.