Kynningarfundir um drög að nýrri byggingarreglugerð

Forsíða / Fréttir
25.05.2011

Kynningarfundir um drög að nýrri byggingarreglugerð

Ágætu félagsmenn í Meistarafélagi Byggingamanna á Suðurnesjum  ég vil vekja athygli ykkar á að þið látið ekki eftir farandi kynningu fram hjá ykkur fara .

  

Kynningarfundir um drög að nýrri byggingarreglugerð

 

Umhverfisráðuneytið og Mannvirkjastofnun standa á næstunni fyrir tveim kynningarfundum um drög að nýrri byggingarreglugerð:

 

Fimmtudag 26. maí kl. 10.00 – 12.00 á Grand Hóteli í Reykjavík (hægt er að fylgjast með þessum fundi í streymi á vefsíðu Mannvirkjastofnunar,

www.mvs.is)

 

Föstudag 27. maí kl. 10.00 – 12.00 á í Ketilhúsinu á Akureyri

 

Ný lög um mannvirki tóku gildi 1. janúar 2011 og í framhaldi af því hefur farið fram umfangsmikil vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar.

 

Ný drög að byggingarreglugerð liggja nú fyrir. Drögin fela í sér miklar breytingar á framsetningu og innihaldi reglugerðarinnar og verða þau kynnt á ofangreindum kynningarfundum. Drögin að reglugerðinni verða strax að loknum þessum kynningarfundum send til umsagnar á vegum umhverfisráðuneytisins og gerð aðgengileg á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.

 

Aðgangur að fundunum er ókeypis og boðið verður upp á kaffi frá kl. 9.30 á báðum fundarstöðum.

 

Umhverfisráðuneytið og Mannvirkjastofnun

Kv.Stjórnin