Kvedja frá Spáni

Forsíða / Fréttir
06.04.2007

Kvedja frá Spáni

 

Kaer kvedja fra La Marina Spani . Er ad athuga um kaup á husi her, nú er 22 gr. og sol .  Yfir 100  huseignir  í eigu ísl. eru á svaedinu og heimasida www.fhs.is .

Kvedja KK formadur.

PS.

Kominn heim og vill endilega  segja ykkur að  þarna suður frá er sterkt samfélag Íslendinga og þjónusta  við þá góð, m.a.við að þrífa og sjá um húseignir sækja  fólk  og skila því til flugvallar sem er  aðeins í 18 mín. fjarlægð eða svo.

Þarna eru auk  margra einstaklinga  starfsmanafélög , m.a. starfsm.félag Reykjanesbæjar með sín hús og þjónstu við þau.

Það væri ekki svo galin hugmynd  að við gerðum slíkt hið sama, því þarna er að meðaltali 320 sólardagar á ári og strönd í  7 mín. akstri  og golfvellir um allt.

Flest  fjölbýlishúsin  2 íbúðir eða fl. eru með sundlaugargarð sem tilheyrir eigninni.

Sjálfur synti ég í Miðjarðarhafinu þótt aðeins væri april.  Ströndin eins löng og séð verður. Frábær staður.

Verðlagið er vægt til tekið ótrúlegt miðað við okkar og  mikil afþreying , um klst. akstur til Benidorm og styttra til Torrevieja. Fyrir utan alla hina minni staðina.

Skoðið  heimasíðuna hjá félagi húseigenda á Spáni og skoðið svæðið m.a. á google earth . Skoðið og ræðið um þetta og látið í  ykkur heyra en stutt er í aðalfundinn.

Kv, KK