Jákvætt hugarfar
Kæru félagar nú á tímum mikillar óvissu og erfiðleika er ávallt gott að hugsa jákvætt, vil ég því birta bút úr viðtali sem Víkurfréttir áttu við góðan og jákvæðan félaga okkar, Stefán Einarsson húsasmíðameistara, eftir að hann slasaðist mikið við að falla niður á kletta sillu, um 9 metra.
,,Fyrstu viðbrögð við kreppunni voru áhyggjur af öllu umhverfinu, rekstri fyrirtækisins og hvað væri framundan. Svo er Þetta búið að vera hálfgerður rússibani í þjóðfélaginu fram á þennan dag. Ég hef þó mikla trú á minni þjóð. Við eigum eftir að rífa okkur upp úr þessari lægð. Við höfum örugglega séð það svartara áður. Með samstilltu átaki og góðum stjórnmálamönnum vinnum við okkur út úr þessu.“
Sjá jákvæðni á síðunni:
www.bjartsyni.is Margt gengur vel, verum bjartsýn!