02.11.2008
		
		Hugmyndahús Reykjaness
Félagsmenn ég  vil vekja athygli  ykkar á góðu framtaki sem auglýst hefur verið í Víkurfréttum, en það er átakið Hugmyndahús Reykjaness. 
Þarna er fjallað  m.a.um byggingamál sem og  fleiri málaflokka og ýmsar hugmyndir þeim samfara. Því er kjörið að mæta og taka þátt í umræðunni  sem er öllum opin, hvar í flokki sem menn standa, fá hugmyndir og hittast.