Helstu störf stórnar 2006/2007

Forsíða / Fréttir
08.06.2007

Helstu störf stórnar 2006/2007

Samantekt formanns um  það helsta sem var unnið  á síðasta starfsári. 06-7 Áfram var haldið á þeirri braut  að blása lífi í félagið og leitað leiða til að þjappa mönnum saman.

 Við létum gera nýjan fallegan fána eins og sjá má á myndum á síðunni og  var það verk  vel unnið af nunnunum í Hafnarfirði.   Þá var farið í mjög góða ferð í Kárahnjúka og nú þurfti 2 flugvélar til, en eins og í fyrri ferðinni þá var farið héðan frá Keflavík og lék  veðrið við okkur þótt komið væri fram í október, en við vildum ekki missa af að sjá stærstu framkvæmdir  Íslandssögunnar  á loka stigi framkvæmdanna.

Ferðin tókst   mjög vel og er  það ekki hvað minnst Þorgrími  Árnasyni fararstjóra að þakka.

Nú í fyrsta  skipti í sögu MBS þá létum við gera fyrir okkur   heimasíðu,  ekki vildum við vera eftirbátar  annarra félaga innan Meistarasambandsins, sem voru ýmist búnir að því eða með það í burðarliðnum. Beðið er um hjálp ykkar við að gera hana lifandi og að okkar miðli.

Þá verður mun ódýrara fyrir félagsmenn að hafa eigin síðu, tengda síðu MBS, hún þarf því ekki að vera svo flókin, né dýr því hún tengist  okkar öryggisþætti. ---Stjórnin hélt nokkurra stjórnarfundi og fundir hjá Meistarasambandinu  voru sóttir, fleiri netfundir fóru þó fram, en aðal áherslan var að ná sjáanlegum árangri og settum markmiðum.

Góður  félagsfundur var haldinn, kynning Kjartans Eiríkssonar, frá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar á  tækifærunum sem blasa við í og við gömlu varnarstöðina.

 Þá voru send bréf til aðila vegna okkar hagsmuna og var óskum og ábendingum komið á framfæri við stjórnendur ríkisstofnanna og bæjaryfirvalda, sem við heimsóttum, en 4 stjórnarmenn fóru á fund bæjarstjórans vegna úttektar á byggingum og skyldra mála. Ítrekað  að leggja áherslu á að betur yrði staðið að þessum málum í bæjarfélaginu og bent á Hafnarfjörð og Reykjavík þar sem mun betur er að þessu staðið.

Okkur tókst að endurvekja húsfélagið og er byrjað á að laga húseignina að utan. Að innan var salurinn allur tekinn í gegn, málað hreinsað og fl. þarft lagað.

Sú stefna var tekin að leigja hann ekki út heldur hafa hann hreinan og í góðu standi sem félagsaðstöðu, ljóst var að leigan skilaði í reynd engum hagnaði   þegar að var gáð.

Þá fór fram hið  árlega golfmót og studdi félagið það að venju.

Við létum   þá hjá Iðnsveinafélaginu vita um að ýmislegt væri að varðandi notkun fyrirtækja af verðskránni og vildum finna leiðir til að  landa því farsællega báðum félögum til hagsbóta.

Þá erum við KK og LG í stjórn  Meistarasambandsins   en þar fer ýmis fagleg vinna sem ekki er alltaf sjáanleg og því vanmetin af mörgum.

Okkar stefna er að félagið sé sameiningar tákn meistara og að við séum vel sjáanlegir, við vonum að við séum á réttri leið, en við þurfum  ykkar hjálp við að ná sem mestum árangri.