Haustfróðleikur til MBS félaga

Forsíða / Fréttir
08.09.2009

Haustfróðleikur til MBS félaga

Sælir félagar, nú fer að hausta og stjórnin mun halda fund á næstunni, eða þann 14. sept kl. 18, endilega komið ábendingum á framfæri varðandi ykkar áhersluatriði, með þvi að senda mér  línu eða hafið samband við stjórnarmenn. Hvað finnst ykkur um almennan félagsfund á næstunni?

 

Til fróðleiks þá hefur  okkur borist bréf um að verið sé að kanna hjá  meistarafélögum og sveinafélögum, að sameina á einhvern hátt mælingarstofur á suðvesturhorninu.

En áður hafa formenn meistarafélaga skrifað undir viljayfirlýsingu þess eðlis.

 

Til gamans þá nefni ég að nokkuð er um að hringt sé í formann og kannað með hvort aðilar sem eru að bjóða í verktöku á höfuðborgarsvæðinu séu meðlimir í félaginu eða hafi verið það.

Viðkomandi er ávallt bent á að nöfn okkar  séu skráð á heimasíðunni og einnig er  bent á að kanna hjá fagfélögum annarstaðar eða fara fram á að sjá meistarabréf viðkomandi.  

 

Endilega merkið þið ykkur og bendi ég á   smekklega miða í bílana okkar sjá má þá víða m.a í glugga við andyrið að salnum okkar gegnt Sigurjónsbakarí .   

 

Þá vil ég geta um að samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ, þá ætla þeir að vinna alfarið eftir byggingastjóramöppunni sem við fengum kynningu á í sumarbyrjun og  þá verða allir löggiltir meistarar að skrifa uppá  til að hægt verði að gefa út byggingaleyfi. 

 

Bið ég meistaranna um að standa vörð um fagréttindin og sniðganga réttindalausa sem hafa leppa, við verðum að standa þétt saman um að virða fagréttindin.

 

Kveðja, Kristján .