Gæðastjórnunarkerfi ISO 9001
GÆÐASTJÓRNUNARKERFI
Í nýju frumvarpi, Frumvarp til laga um mannvirki sem nú liggur fyrir Alþingi kemur orðið Gæðastjórnunarkerfi 80 sinnum fyrir. Það liggur fyrir að allir starfandi iðnmeistarar verða að starfa eftir slíku kerfi. Það verður algjört skilyrði fyrir starfsleyfi.
Staðlaráð Íslands gefur út staðalinn ISO 9001 Gæðastjórnunarkerfi – Kröfur og við, meistarafélögin í Skipholtinu, höfum fengið fulltrúa frá þeim til að mæta hjá okkur þriðjudaginn 23. nóv. og kynna gæðastjórnunarkerfi samkvæmt þessum staðli.
Hvort það verður gæðastjórnunarkerfi samkvæmt staðlinum ISO 9001 eða eithvað annað sem best hentar liggur auðvitað ekkert fyrir, en númer eitt hlítur að vera að kynna sér hvað er á ferðinni.
FUNDARBOÐ
Þriðjudaginn 23. nóv. Kl. 10:00
1. Kynning á gæðastjórnunarkerfi samkvæmt staðlinum ISO 9001:2008
2. Önnur mál.