Fyrirlestur

Forsíða / Fréttir
29.01.2013

Fyrirlestur

 

Föstudaginn 1. Febrúar verður Sigurður R Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta með fyrirlestur.

 

Sigurður R.Eyjólfsson er sálfræðingur að mennt.  Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir almenning og starfsfólk fyrirtækja um það að ná árangri – ekki bara í íþróttum heldur í lífinu almennt – hvort heldur er í starfi eða einkalífi.

Hefur verið gerður mjög góður rómur að þessum fyrirlestrum Sigurðar og hann eftirsóttur.

 

Nú gefst Suðurnesjabúum öllum kostur á að hlýða á eldhugann Sigurð í Andrews föstudaginn 1. febrúar kl. 11-12.  Keilir, Kadeco og SAR í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum standa að þessum fundi og bjóða öllum áhugasömum að koma.  Enginn efast um gagn af eldmessu Sigurðar.  Hvernig náum við árangri?