Fundur um byggingamál
Ágætu félagar
Nú eru sviptingar í umhverfi okkar og þurfum við að fylgjast vel með þjófélagsumræðunni til að geta fengið upplýsingar til að vinna úr. Það eru vinnuhópar í gangi í Reykjanesbæ þar sem verið er að kanna hug fólks hvað eigi að gera í þessu ástandi og koma með uppbyggilegar lausnir.
Á þriðjudaginn þann 4 nóvember klukkan 20:00 þá er vinnuhópur um verktöku í Reykjanesbæ þar sem Guðmundur Pétursson framkvæmdastjóri ÍAV Þjónustu og Guðlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri umhverfis og skipulagssviðs Reykjanesbæjar munu stýra fundi þar sem öllum verktökum er boðið að koma og vera með í umræðunni og koma með innlegg.
Fundur þessi er í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík við hliðina á Valgeirsbakarí.
Hvetjum félaga til að mæta og koma með tillögur eða lausnir.
Kv, KK