Fundur með byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar

Forsíða / Fréttir
27.02.2007

Fundur með byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar


Félagsfundur með byggingarfultrúanum  í Reykjanesbæ var haldinn þann 15. 3 06.  KK formaður bauð menn velkomna og  bað félagsmenn  að gera sér að góðu kaffiveitingar sem á borðum voru.
Dagskrá fundarins hafði verið send  heim til allra félagsmanna . 1. liður var kynnig Einars  byggingarfulltrúa  á sínu starfi. Síðan voru fyrirspurnir og önnur mál.

KK bað Unnar Má Magnússon  að taka við fundarstjórn. En í forföllum ritara  annaðist formaður fundarritun.
Furndarstjóri  bauð  velkominn Einar Júlíusson byggingarfulltrúa í Reykjanesbæ ( EJ) gerði  grein fyrir  sér og sinni menntun, en að því loknu fór hann yfir sitt verksvið og dreifði jafnframt  leiðbeiðningum fyrir  húsbyggendur á meðal fundarmanna. Þarfar upplýsingar í 5 A-4  blaðsíðum. Að því loknu bauð hann upp á  fyrirspurnir.

Félagsmenn tóku vel undir og voru margar fyrirspurnir um túlkun á byggingarreglugerðinni.
Meðal annars spurðu málarar út í af hverju ekki væri farið eftir öllum ákvæðum byggingarreglugerðarinnar  varandi upp á skriftir iðnmeistara hér eins og gert væri  m.a. RVK.
E.J  kvað  ýmis ákvæði reglugerðarinnar vera  túlkun á hverju svæði .
Mörg dæmi voru tekin um hluti sem  betur mættu fara hér á okkar svæði og bað E.J  menn endilega að senda sér upplýsingar um það sem betur mætti fara.
Það væri hans vilji að sem  best og faglegast yrði staðið að málum.
KK spurði EJ hvort ekki væri gott að  kynning  færi fram á ýmsu sem byggingarftr. vildi koma á framfæri   í okkar ágæta blaði Meistaranum. Jafnframt lýsti KK því yfir að  sú stefna hefði verið mótuð  af stjórn að við hér vildum vinna með byggingarfulltrúanum í stað þess að fara í hörku út af  ýmsum hnökrum   sem  margir félagsmenn hefðu bent, þá kvaðst  hann  þess fullviss að jafnkraftmikill maður og EJ myndi laga  þau atriði sem  við teldum að þyrfti að vera betri.
EJ  kvaðst fagna því  að vinna  með meisturum og ítrekaði  að það væri ósk hans að hægt yrði að gera  hlutina  betri og  benti á ýmislegt í því sambandi, m.a. óskaði hann eftir ábendingum í tölvubréfum eða SMS um sem flest sem  þyrfti að gera, sem og  að ná sambandi við hans embætti. Einnig kom  skýrt fram að  félagsmenn gerðu sér grein fyrir því mikla álagi sem  á embætti  byggingarfulltrúa væri í þeirri þennslu sem nú ríkti.

Félagsmenn sem voru 24  komu með margar  fyrirspurnir til Einars byggingarfulltrúa og skiptust  á fróðleik.  Aðspurðir hvort  þeir væru sáttir við störf stjórnar sem væri að reyna að blása lífi í félagið  kom það fram að menn væru sammála um að stjórnin væri á réttri leið með þessum fundum og ferðalögum, sem hefðu tekist sérlega vel.

Um kl. 21:40 var fundi slitið og var E.J þökkuð hans kynning, sömuleiðis minntist  formaður á að næsti fundur  yrði 5.apríl og þá yrðu tekin fyrir tryggingamálin.
 
KK formaður annaðist fundarritun þessa á Kanaríeyjum þann  17. mars. 06.