Fundur með bæjarstjóra

Forsíða / Fréttir
21.05.2007

Fundur með bæjarstjóra



Stjórnarfundur MBS var haldinn þann 25.apríl og þar var meðal annars ákveðið að við ætlum okkur að fara aðra leið en áður, við að reyna að fá bæjaryfirvöld hér  til að hjálpa  okkur,  að láta virða ákvæði byggingalaga um úttektir og eftirlit.

 Það hafa margir meistarar haft samband við okkur og látið vita að nú verði að gera eitthvað róttækt varðandi þessi mál hér. Vitað er að í Hafnarfirði og  Reykjavík er allt öðruvísi staðið að þessum málum en hér.

Vonandi tekst okkur með hjálp æðstu manna bærjarins að setja Reykjanesbæ í fremstu röð í þessum málum.  

 Þá viljum við biðja ykkur góðu meistarar að láta okkur í stjórninni vita af því sem  þarf að laga  varðandi  þessi mál öll.

Vakin er athygli á að  myndin til hliðar  tengist fréttinni sem slíkri á engan hátt.

 KK formaður.