Fréttir af stjórnarfundi 30.9

Forsíða / Fréttir
01.10.2008

Fréttir af stjórnarfundi 30.9

Stjórnin hefur skipt með sér verkum sjá nánar um stjórn til vinstri á forsíðu. Samþykkt var að láta útbúa  auglýsingu um faglega ábyrgð og að vekja athygli á  félaginu  um leið, með að láta gera smekklega límmiða, í st. A 5  (17*21cm)  í rúður bíla þar sem merkið okkar kemur fram og útskornir stafir ,að ofan texti: Fagleg ábyrgð.  En að neðan: Nafn félagsins og slóð heimasíðunnar.  Litur verður sá sami og er á fánanum það er fánablár. Textinn fánablár. Sjá merkið  að ofan til vinstri. Límmiðinn límist að innanverðu og fer hann mjög vel.  Við munum selja miðann á 1.500,- og eru félagmenn beðnir um að senda póst á formann/félagið og panta miða og biðja um að hann/ þeir verði sendir í pósti og þarf að millifæra á reikning MBS í Glittni, sami reikningur og tekur við  félagsgjöldum, skýring límmiðar

Tveir félagsfundir eru í athugun  og vinnslu, báðir varða faghliðina . Þá er  verið að ath. með hvaða hætti við gætum glatt nýútskrifaða meistara og kynnt þeim félagið okkar. Félagsmenn eru hvattir til að leggja okkur lið þar.

Við viljum vekja athygli á að Iðan fræðsusetur sjá www.idan.is  býður ferðastyrk fyrir okkur og má sækja um hann á heimasíðu þeirra. Þá eru þeir tilbúnir til að koma til okkar með námskeið ef þátttakan er að lágmarki 10 manns. Sjá þau námskeið sem eru í boði  og hafið samband við Iðu ef þið fáið ekki blaðið.  Einnig getum við óskað eftir sér námskeiði fyrir okkur hér heima.

 Hvað segja menn um að hafa  létt tölvunámskeið. TD í  Exel -word - vinna með netpóst - og fl. sem engin leið er að vera án í nútíma tölvuheimi.

Vek athygli á fróðlegri heimasíðu er okkur varðar, þar eru m.a ýmsar reglugerðir og lög sem gott er að hafa við hendina:  http://byggingar.is/html/fagfelog/default.asp

Sjá jafnframt sóðina að byggingareglugerðinni ,en  nóg verður að klikka á slóðina sem verður sett á forsíðuna til vinstri ,mun þá byggingareglugerðin birtast.

Byggingareglugerðin: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/DK-Leit?SearchView&Query=441/1998