16.09.2009
Fréttir af stjórnarfundi 14.09.09
Stjórnarfundur MBS fór fram þann 14.09.09. Sjórnin fagnaði því að vinna væri hafin að kanna með sameiningu mælingastofa og ræddi jafnframt um að þörf væri á að ganga enn lengra í sameiningarátt til að gera okkur sterkari en nú er.
Rætt var um að kalla saman sem fyrst félagsmenn til skrafs og ráðagerða varðandi ráð og vilja félagsmanna um fróðleik okkur til handa í þeim krappa ólgusjó sem nú er.
Félagsmenn eru beðnir um að koma vel undibúnir á rabbfundinn sem verður vonandi haldinn nú í sept.