Fréttaskot Störf Iðunnar
Flutningar IÐUNNAR
Eins og menn vita hafa flutningar okkar verið fyrirhugaðir um
nokkurn tíma en núna hefur það skref verið stigið.
Í síðustu viku var flutt og starfsmenn IÐUNNAR mæta nú til
vinnu að Skúlatúni 2.
Lítið meira er um flutningana að segja nema að aðstæður eru
allar hinar bestu og starfsmenn sviðsins taka þeim fagnandi
þar sem að á nýjum stað ætti ekki að vera þörf á viðbótarofnum
að vetri til og ekki um 30 gráðu hiti á skrifstofum okkar að sumri.
2. Stefnumótun sviðsins
Stefnumótun sviðsins er komin þokkalega vel af stað en
þó hefur verið ákveðið, nokkurra ástæðna vegna að hún verði
ekki kláruð fyrr en í lok sumars, ágústlok eða byrjun september.
Búið er að vinna skipulag þeirra vinnufunda sem verða
haldnir með fyrirtækjum í okkar greinum og vinna við að
velja fyrirtæki til þessarar vinnu með okkur
í fullum gangi.Deila