Framhaldsfélagsfundur 18.mars kl. 20:00
Sælir félagsmenn góðir, á stjórnarfundi MBS þann 11 mars 2010 var samþykkt að verða við óskum fjölda félagsmanna um að halda framhaldsfélagsfund af fundinum 26.febrúar.
Fundurinn verður haldinn n.k. fimmtudag 18 mars kl. 20:00 í salnum okkar í Hólmgarði.
Það var skoðun stjórnarfundarins að nú sé komið að því að þeir meistarar sem það vilja taki nú við og leiði málið til lykta.
Félagið sem slíkt er að sinna sinni skyldu að verða við beiðni félagsmanna um að kalla á félagsmenn og hugleiða leiðir okkur til styrktar í því vinnu-umhverfi sem nú blasir við iðnaðarmönnum og ekki síst að reyna að styrkja okkur varðandi framtíðina sem þrátt fyrir allt virðist lofa góðu .
Stjórnin hefur reifað málið þó nokkuð og fjallað hefur verið um það af mörgum bæði á félagsfundinum þann 26. febrúar, og gerð var ítarleg fundarritun, sem send var til félagsmanna og einnig var fjallað um málið í netpósti og vísað á mörg gögn er málið varðar. Teljum við nú að stjórnin hafi gert nóg í þessu máli. Nú er komið að ykkur kæru meistarar að taka við og framkvæma hlutina.
Til frekari upplýsinga þá er nefnd hér tillaga sem formaður vill bera undir fundinn að ósk félagsmanna.
Famhaldsfélagsfundur MBS haldinn 18. mars 2010 samþykkir að tilnefndir verði 2 aðilar frá hverri iðngrein til að leiða sameiningarmálið áfram þannig að samstarfið komist á sem fyrst. Þessir aðilar velja sér strax forustumann og annan til vara, til að halda utanum málið.
Kær kveðja,
Kristján form. MBS.