Frábær þátttaka í námskeiðum

Forsíða / Fréttir
28.02.2009

Frábær þátttaka í námskeiðum

Góður rómur var gerður að námskeiðunum sem Iðan stóð fyrir í Reykjanesbæ. Tölvunámið var í Fjölbrautarskólanum og stýrði því

Sturla Bragason, Sturla gerði sitt til að þeir sem voru óvanir tölvunni hræddust hana ekki og fengu áhuga á að æfa sig, frábær kennari Sturla.

 

Byggingastjóranámskeiðið  fór fram í Sal MBS og voru 23 sem mættu, þeir Magnús  Sædal byggingafulltrúi í RVK og Gunnar Pétursson hdl,hjá Sjóvá, fóru yfir hin flóknu fræði á mannamáli, héldu þeir mönnum við efnið frá 09-18 og voru  menn mjög sáttir við þá félaga. Á námskeiðinu sem var 10 kennslust. var farið yfir  hlutverk og ábyrgð byggingastjóra, byggingaleyfi og vátryggingamál.  Farið í verkframkvæmdir, uppdrætti, lög og reglugerðir,tryggingar og tryggingaslit. Kynntar úttektir, s.s. áfanga-,fokheldis-,stöðu og

lokaúttektir.

Var það samdóma álit manna að fróðleikur sem þessi væri afar  þarfur og ekki hvað síst að nú munum við  fljótlega taka í notkun  byggingastjóramöppuna sem Magnús og félagar hafa hannað og yfirvöld hér  styðja og hafa þau verið  í samstarfi við félagið um að taka upp það kerfi sem er á höfuðborgarsvæðinu, en það hefur verið okkar baráttumál lengi. 

Sjá fl. myndir: Myndasafn til vinstri á forsiðu - námskeið feb.09. KK