Ferðin um Reykjanesið tókst vel

Forsíða / Fréttir
08.11.2009

Ferðin um Reykjanesið tókst vel

Ferðin um Reykjanesið fór fram 7. nóvember í frábæru haust veðri, logni og sól.

Dekrað var við okkur allan tímann og var fróðleikur  í fyrirrúmi, ásamt frábærri fararstjórn sem var krydduð með fróðleik.

Haldið var  frá Hólmgarði kl. 13:00 .  Fyrsta stopp var  Ásbrú þar sem tekið var hús hjá Kjartani Eiríkssyni framkvæmdastjóra Kadeco.  Kynnt var það sem búið er að gera og farið yfir helstu framtíðarsýn. Kjartan stóð undir væntingum og fór  á kostum, var kynning hans mjög góð.  Því næst voru veitingar þegnar og málin rædd.

Þá var haldið áleiðis út á Reykjanes þar sem framkvæmdir HS orku voru skoðaðar  ásamt  sýningunni í orkuverinu jörð, og voru þær kynntar vel fyrir okkur af þeim Alberti Albertssyni aðst.framkvæmdarstjóra HS orku  og Víði S Jónssyni kynningastjóra.

Eftir góðan dag var haldið til Grindavíkur og Orf líftækni skoðað, en þar fer fram athyglisverð ræktun.

 

Komið heim eftir velheppnaðan dag kl. rúmlega 20:00

 

Margar myndir voru teknar í ferðinni og birtast þær í sér möppu merktri ferð um Reykjanesið nóv 09

KK