Ferðalýsing frá haustinu 2006

Forsíða / Fréttir
26.02.2007

Ferðalýsing frá haustinu 2006


Það var mikill hugur í  MBS félögum þótt liðið væri fram á haustið 2006 og kominn 14 október, en samt þurfti  tvær fokker 50 flugvélar til að anna eftirspurn okkar manna við að skoða lokaframkvæmdirnar í Kárahnjúkum.

Farið var frá Keflavíkurflugvelli að morgni og lék veðrið við okkur alla leiðina, logn  sól og hitastigið um 11° þegar lent var á  Egilsstaðarflugvelli um kl. 09:50.  Flugáhöfnin  gerði sitt til að gera ferðina sem besta og var floginn góður hringur um virkjunarsvæðið sjálft í frábæru skyggni.

Allt var til reiðu er lent var og biðu 2 stórar rútur eftir okkur á flugvellinum með nesti og tilheyrandi fyrir hundrað manns.

Ekki  var til setunnar boðið og  þegar haldið uppi á fjall og að virkjunarsvæðinu.  Þar var tekið á móti okkur af  sjálfum yfiröryggiseftirlits manni Imareglio, sem annaðist okkur eins og um tigna gesti væri að ræða, en ljóst var að fararstjórinn okkar var virtur af hinum erlenda eftirlitsmanni, í reynd allt opnað  og farið var meðal annars upp á stóru stífluna, þrátt fyrir að um væri að ræða steypuframkvæmdir og  menn í kappi við komandi vetur á fjöllum.  Ekið var víða um stíflusvæði horft ofan í gilið og  niður að vatninu sem var  byrjað að flæða í Hálslón.

Tignarleg sjón blasti við  gestum sem hrifust að.  Vinnubúðir og  göng skoðuð sem og stöðvarhúsið við Fljótsdalsvirkjun sem er langt inn í fjallinu.
Þá var farið í  samkomuhúsið Végarð og yfiltssýning skoðuð.  Þar var létt  ferðafæði snætt og menn fengu að fá sér aðeins góðar veigar með, í boði okkar  góða samstarfsaðila Byko.

Ferðin var  vel skipulögð og var strax gengið í það að fá úrvalsfararstjóra héðan úr Keflavík, Þorgrím Árnason öryggiseftirlitsmann, sem einmitt hafði verið þarna í vinnu  frá byrjun, en var nú kominn til byggða. Það var ekki bara að Þorgrímur væri úrvalsfararstjóri fróður og skemmtilegur, heldur var hann lykillinn að því að við komumst beint á vettvang og ekki  sætti hann sig við að við ættum að horfa á virkjunarsvæðið af  útsýnispalli í góðri fjarlægð, hann  einfaldlega  notaði sambönd sín við æðstu  menn á staðnum sem hann hafði kynnst og fékk þá Impriglio menn sjálfa til að annast okkur.  Til gamans vil ég geta þess að ég heyrði á tal annars rútubílstjórans og fararstjóra, um að nú fyrst hefðu þeir fengið að sjá þetta allt í návígi, það væri víst ekki sama hverjir það væru sem verið væri að ,,leiðsaga“ þetta hljóta að vera einhverjir stór kallar að sunnan. 
Með í þessari ferð voru blaðamaður og ljósmyndari frá Víkurfréttum, sem meðal annars birtu  myndir  frá ferðinni og gátu um hana í blaðinu .

Er niður var komið eftir vægt til tekið  algjöra rallýferð hjá þeim sem voru í annarri rútunni, en þar var ekki hægt að gíra niður, var því hratt ekið niður á rjúkandi bremsum alla leiðina og voru margir dasaðir að ferðinni lokinni, en samt ánægðir með hversu vel rútubílstjóranum þrátt fyrir allt tókst að rallý aka rútunni með 50 manns niður  bratt fjallið. 
Menn náðu sér samt  eftir stutt stopp og hressingu.

Ákveðið var að fara  niður á Reyðarfjörð og sjá áhrifin í bænum sjálfum við þessar risa álversframkvæmdir .  Það leyndi sér ekki að mikil gróska er á svæðinu öllu .
Þessu næst var farið til Egilsstaða og  eftir stutt stopp var farið í loftið og  lent  í Keflavík upp úr kl. 21:00 eftir  13 klst. ánægjulega ferð.

Til gamans  þá má geta þess að árið áður fórum við einnig í ferð þangað austur en þá voru framkvæmdir á byrjunarstigi og þá fórum við meðal annars í Skriðuklaustur skoðuðum okkur um, það var einmitt þá sem menn vildu endilega fara aftur og sjá  framkvæmdirnar á lokastigi og fjölgaði um helming í ferðinni.

Smelltu hér til að sjá fleiri myndir úr ferðalaginu til Kárahnjúka.

KK formaður.

Textar við myndir:
1 - Yfirlitsmynd yfir Kárahnjúkasvæðið.
2 - F.v. Kristján formaður MBS, öriggisfulltrúi Impreglio, Þorgrímur leiðsögumaður svæðisins og Lúlli varaformaður MBS.
3 - Kristján þakkar fararstjóranum Þorgrími og afhendir honum gjöf. Lúlli varaformaður fylgist með.