Ferð MBS í álver Norðuráls í Hvalfirði í maí 08

Forsíða / Fréttir
24.05.2008

Ferð MBS í álver Norðuráls í Hvalfirði í maí 08

Ferð MBS félaga og gesta þeirra til Norðuráls í Hvalfirði 23. maí 08  var vægt til orða tekið fróðleg og áhugaverð  í alla staði . Ekki þarf að fara mörgum orðum um gildi þessara framkvæmda fyrir okkar svæði og landið allt eins og sjá má á samantekt hér fyrir neðan.

 

Með í för var Keflvíkingurinn Skúli Skúlason framkvæmdastjóri starfsmannamála hjá Norðuráli Helguvík og sá hann um fróðlega fræðslu um væntanlegt álver í Helguvík, sem og að vera gestgjafi fyrir hönd  Norðuráls.

 

Stutt lýsing á því sem m.a. kom fram hjá honum:

Álverið verður með framleiðslugetu upp á 250.000. tonn sem eru á verðlagi dagsins í dag 55 milljarðar kr á ári.  Í fyrsta áfanga verða frl. 150.000. tonn og fyrsta framleiðslan verður  efir aðeins rúm tvö ár, eða 2010.

Fjárfesting í þeim áfanga verður  70 milljarðar.

Heildarbyggingartíminn verður 6-8 ár. Þannig að ekki á að vera um þenslu að ræða vegna framkvæmdanna.

 

Þá verður lögð mikil áhersla á að hafa útlit bygginganna þannig að þær falli vel að umhverfinu, bæði með  litum, lagi og með mönum.

 

MBS hópurinn fékk að fara um álverið í fylgd góðra manna þar sem farið var um það helsta er við kemur álversframkvæmdum .

 

Í lokin var farið í boði þeirra Norðurálsmanna í Hótel Glym þar sem girnilegar kræsingar voru á borðum og hlustað á mjög fróðlega og áhugaverða kynningu og spurningum svarað af álversmönnum.

 

Fyrir hönd MBS þá þakka ég fyrir mjög góða kynningu og veitingar.

 

Sjá má myndir úr ferðinni á myndasíðu.

 

Sáttir ferðafélagar komu  heim um kl. 21, en lagt var af stað upp úr  kl.13.

 

Deila