Félagsfundurinn 14.okt sl.
Góð mæting var á félagsfundinn þann 14. október eða tæplega 30% félagsmanna .
Fundurinn var líflegur, en um var að ræða vinnufund þar sem rætt var m.a. með hvaða hætti stjórnin héldi á spöðunum á næstunni.
Ýmis mál voru borin undir fundinn, meðal annars uppkast að bréfi sem yrði kynning á okkur sem fagmeisturum til þeirra sem hafa umráð með viðhaldi á fasteignum á Suðurnesjum að gera, en vitað er að enn þá á það sér stað að verslað er einhverja hluta vegna við réttindalausa aðila sem oftast skýla sér á bak við leppa. Fundurinn var á því að við yrðum að virkja þessa aðila til að hætta því að láta réttindalausa menn sjá um viðhald á byggingum í eigu sveitarfélaga og hins opinbera, sömuleiðis yrði að ná til tryggingafélaganna með sömu uppl. vegna lagfæringa á fasteignum sem hafa skemmst og tryggingafélögin greiða út til eigendanna, í stað þess að láta lærða iðnmeistara sjá um lagfæringarnar.
Kynnt var aukið samstarf meðal félaganna innan MB,m.a hugsanlega eina mælingarstofu á svæðinu öllu og margt fl.
Þá var rætt um að félagið myndi kanna með að auglýsa okkur í Víkurfréttum, þar sem vísað yrði á heimasíðuna okkar, varðandi nánari upplýsingar um fagmeistara.
Þá var rætt um að kanna með hugsanlega ferð um nágrennið sem hætt var við í vor.
Nánari fréttir verða sendar í í pósti.
Þakkað er fyrir góðan fund.
Kristján