Félagsfundur um Norðurál Helguvík

Forsíða / Fréttir
15.03.2009

Félagsfundur um Norðurál Helguvík

Félagsfundur um Norðurál í Helguvík fór fram þann 12.03 09  í sal  MBS.

Góð fundarsókn var eða 42 %, þrátt fyrir að  fundurinn hafi verið á fimmtudegi.

Formaður bauð  alla velkomna og því næst tóku þeir Gunnar Guðlaugsson og Skúli Skúlasson frá Norðuráli í Helguvík við fundinum.

Fyrirhugaðar framkvæmdir voru útskýrðar og með hvað hætti þær eru fyrirhugaðar,þá kynntu þeir vel rekstur álvera og fræddu menn um sögu álsins.

Margar fyrirspurnir komu og voru menn ánægðir með fundinn.

Stutt lýsing á því helsta sem kom fram:

Innlendur  kostnaður Norðuráls 2008 var 25 milljarðar þar af 10 milljarðar frá innlendum fyrirtækjum. Meirihl. úr nágrannasveitarfélögum.Ástæður fyrir staðarvalinu væru m.a sterk bæjarfélög í næsta nágr. Góð höfn og nægt land . Íbúðarsvæðin skipulögð þannig að þau munu ekki  þrengja að iðnaðarsvæðinu öllu. Þúsundir fá atvinnu við byggingarframkv. og 5-600 við álv.sjálft. Launin eru alm. góð í álverum og hliðarstörf  margskonar við aðkeypa aðila,m.a. iðnaðarm og

  fyrirtæki .  Lítil alm. mengun er í dag í og við álver, rannsóknir hafa leitt það í ljós.

KK skráði.  Sjá fl. myndir í myndasíðu til vinstri. Norðurál mars 09