Félagsfundur með VÍS opnaðist ekki hjá öllum
Fundarritun félagsfundar 5.4. 2006.
Félagsfundur MBS um tryggingarmál fór fram þann 5. apríl 2006.
Dagskráin var eftirfarandi: 1. Menn boðnir velkomnir í kaldan kvöldverð og á meðan snætt var fór fram kynning á tryggingarmálum í höndunum á sérfræðingum VÍS
2. Fyrirspurnir. 3. önnur mál.
Formaður ( KK) setti fundinn kl. 19:10 og bauð menn velkomna og bað Guðmund Pétursson ( GP) um að vera fundarstjóra, en annaðist sjálfur fundargerð, þar sem ritari var fjarverandi.
KK lýsti yfir mikilli ánægju með að VÍS hefði tekið að sér að fræða okkur um þennan flókna málaflokk og fyrir það værum við þakklátir, þá gat hann þess að VÍS hefði boðið upp á veitingarnar sem á borðum voru, þá bað hann menn um að gera sér þær að góðu undir kynningunni.
GP tók síðan við fundarstjórn, þakkaði það traust sem sér hefði verið sýnt og bauð Gunnari Guðlaugssyni (GG) frá VÍS í Keflavík orðið. GG gat þess helsta sem þeir hefðu fram að færa og vildu þeir vanda vel til verksins og því hefði verið leitað til fróðustu manna sem VÍS hafði upp á að bjóða. Kynnti Gunnar síðan sína menn : Friðrik Ólafsson verkfræðingur og Þorsteinn Þorsteinsson tjónamatsmaður með meiru og frá Keflavík Magnús Jónsson . Þá lét GG dreifa blöðum um lögboðnar starfsábyrgðartryggingar byggingarstjóra ( AP 28) og úrdrætti úr skipulags og byggingarlögum, 1997 nr. 73 28.maí 51,52 gr. og úrdrátt úr reglugerð nr 441/1998 33gr. um ábyrgðir byggingarstjóra og skyldur þeirra.
Þá tók Þorsteinn við og flutti athyglisverða kynningu um starfsábyrgðartryggingar og ítarleg dæmi um hversu nauðsynlegt væri að þessi mál væru í lagi, einnig flutti hann ýmsan annan fróðleik sem varðar rekstur og ábyrgðir byggingarstjóra og fl.
Þá svaraði hann mörgum athyglisverðum fyrirspurnum frá fundarmönnum, sem voru mjög áhugasamir og tóku virkan þátt í fundinum.
Næst flutti Friðrik gott erindi um vektakatryggingar og nefndi mjög margt þarft með skýrum dæmum og svaraði einnig mörgum fyrirspurnum fundarmanna og var sérstaklega góður rómur gerður að erindi FÓ.
Í máli þeirra kom fram að víða er pottur brotinn og ítrekuðu þeir fyrir fundarmönnum að ef þeir væru byggingarstjórar að fara stíft eftir meistararéttindum vegna meistaraábyrgða og tryggja að allar teikningar og sér verklýsingar væru til staðar, áður en framkvæmdir hefjast, þeir væru framkvæmdarstjórar verksins og bæru mikla ábyrgð, sem í reynd gilti í 10 ár, nema að verkið yrði tekið út en þá gilti ábyrgð þeirra í 5 ár frá úttekt, því skyldi ávallt láta taka út vekið og ef menn hættu eða að verkið stoppaði, þá skyldu byggingarstjórar ávallt láta taka út það sem búið væri, þannig að þeir yrðu ekki gerðir ábyrgir fyrir því sem aðrir létu framkvæma eftir það, ítrekuðu þeir nauðsyn þessa. Meistaraábyrgðin er samt á hendi fagmeistarans, en ef meistari væri ekki á vissum verkþáttum, þá bæru byggingarstjórarnir ábyrgðina. Nefndu þeir mörg dæmi um málarekstur þessu til stuðnings. Væri byggt eftir teikningum, stöðlum og reglum væri ekki bótaábyrgð frá þeirra hendi, báðu þeir þv