Félagsfundur með ÍAV Þj
Meistarafélag byggingamanna Suðurnesjum.
Félagsfundur Meistarafélags byggingarmanna Suðurnesjum haldinn þann 22. febrúar 2006 kl: 19.00,
Hólmgarði 2 II hæð.
Fyrir fundi liggur svohljóðandi dagskrá.
Dagskrá:
1.
Kynning Í.A.V. þjónustu ehf, fortíð nútíð og framtíð.
Guðmundur Pétursson framkvæmdastjóri og Kjartan Th. Eiríksson verkefnastjóri.
2.
Umræða og fyrirspurnir
3.
Önnur mál
Formaður KK bauð félagsmenn velkomna til þessa kvöldfundar. Bauð hann fundarmönnum að fá sér mjög
lystuga fiskisúpu og meðlæti ,en að kvöldverði loknum verður tekið til við dagskrá fundarins.
Þegar fundarmenn voru að setja á diska sína, skýrði KK frá því að nýverið hafi verið fjárfest í fallegu ræðupúlti sem notað er í fyrsta sinn í kvöld.
Kvöldverður
Að kvöldverð loknum tók Unnar Már Magnússon við fundarstjórn. Kynnti hann dagskrá kvöldsins og bauð Guðmund og Kjartan velkomna
1.
Kynning Í.A.V. Þjónustu ehf. Fortíð, nútíð og framtíð.
Guðmundur Pétursson framkvæmdastjóri og Kjartan Th. Eiríksson verkefnastjóri kynntu starfsemi
ÍAV Þjónustu ehf. Fyrirtækið annast ráðgjöf, stýringu verktakaþjónustu fyrir stór sem smá félög í
viðhaldsstýringu “aðstöðustjórnun”
Kaffihlé
2.
Umræður og fyrirspurnir
Almenn og góð umræða um framsögu og kynningu Guðmundar og Kjartans.
Fundurinn þakkaði þeim félögum fyrir vel framsett og skírt mál á mjög áhugaverðu verkefni.
3.
Önnur mál
Formaður KK kynnti fyrir félagsmönnum og kvatti þá til að mæta á fyrirhugaðann fund með
byggingarfulltrúa varðandi skilgeiningu á hlutverki og ábyrgð byggingarstjóra sem haldinn verður 15. mars nk.
Almenn umræða um hlutverk og skyldur byggingarfulltrúa , byggingarstjóra og almennar
samskiptareglur varðandi ábyrgðarþátt þessara aðila.
Formaður þakkaði fundarmönnum góðan fund og óskaði öllum góðrar heimferðar.
Fundi slitið kl: 21.10
GRJG skráði.
Símar: 897 5101 & 421 5101 • Hólmgarði 2c • 230 Reykjanesbæ • meistarafb@simnet.is www.mb.is