Félagsfundur kynning.
Félagsfundur MBS fer fram næst komandi föstudag 26.02 kl. 17:00 í húsnæði
okkar Hólmgarði 2 c. Fundarefnið og dagskráin hefur verið send heim til félagsmanna í netpósti.
Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram af kunnugum aðilum og félagsmönnum
hvort ekki væri skynsamlegt fyrir okkur að koma á fót einu stóru verktakafyrirtæki
til þess að bjóða í verk og taka þátt í þeim framkvæmdum sem eru að hefjast hér á
svæðinu.
Vitað er að stórir verkkaupar vilja í flestum tilfellum geta gert samning við einn verktaka um
að ljúka öllum þáttum verksins á réttum tíma sem boðið er út, þykir ljóst að
öflug stór fyrirtæki eru betur í stakk búinn til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru
en smærri fyrirtæki, því er verið að stefna sem flestum fagmeisturum saman til
að fara yfir stöðuna og athuga með vilja þeirra til að bregðast við þessu.
Stjórnin hvetur sem flesta fagmeistara úr öllum iðngreinum innan MBS að mæta og fara
sameiginlega yfir stöðuna, og höfum við fengið okkur til aðstoðar fagaðila til að gefa ráð.
Til að taka af allan vafa þá er félagið ekki að stofna neitt verktakafélag, það er aðeins verið að
leiða meistaranna saman til að fjalla um stöðuna og kanna hvort þetta sé ef til vill góð leið, eða þá
að menn benda á aðrar leiðir til að gera okkur hér á Suðurnesjum sterkari.
Léttar veitingar verða í boði.
Sjáumst hressir og kátir á föstudaginn.