Félagsfundur 26.02 2010

Forsíða / Fréttir
26.02.2010

Félagsfundur 26.02 2010

Félagsfundur MBS 26.02 10 var sæmilega sóttur en tæplega 28% félagsmanna komust á fundinn, en vitað var um tvær  jarðarfarir sem  komu í veg fyrir að  sumir  félagsmanna kæmust á fundinn. Stjórnin útskýrði hvað fyrir henni vakti og dreifði gögnum á fundinn til kynningar, en þar var m.a lagt til að  sem flestir félagsmenn sameinuðu krafta sína á einn eða annan veg til að vera betur í stakk búnir  að bjóða í þau stórverkefni sem  fyrirhuguð eru á svæðinu.

 Í innleggi formanns kom fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem  við stöndum frammi fyrir því að verja verktöku hér á svæðinu og nefndi hann brautryðjandanna,  þar sem ungir  menn  úr flestum iðngreinum stofnuðu Keflavíkurverktaka með þeim árangri að þeir  náðu til sín verulega miklum verkefnum ofan girðingar  á sínum tíma. Hér væri um  varnarstarf  að ræða ella yrðum við undir og horfðum á stórfyrirtækin utan svæðis leggja undir sig  stærstu verkin, því yrðu menn nú að taka til hendinni og stofna sterkt félag eða samtök sem sameinaði krafta margra smærri verktaka á svæðinu. 

Umræður urðu miklar á fundinum og tóku margir til máls. Niðurstaðan var sú að stjórninni var þakkað sitt framlag og beðin um að vinna  málið áfram og reyna að ná til fleiri félagsmanna og boða  til framhaldsfundar sem fyrst.

Fundinum lauk um kl. 19:15

KK skráði.